13.6.2007 | 19:36
Dýragarður og Legoland
Við stoppum ekki mikið þessa dagana. Í gær var byrjað á dýragarðinum í Ebeltoft og m.a. farið þar í "Landroversafari" um heimsálfurnar. Tekst bara nokkuð vel að líkja eftir sléttum Afríku með sebrahestum, antílópum, strútum og mörgum fleiri dýrum. Rifjaðist óneitanlega upp alvörusafariferðin okkar í Malaví um árið.
Skoðuðum okkur síðan um í Ebeltoft og víðar á Mols áður en haldið var heim.
Í keyrðum við svo gestina til Billund og fórum í Legoland áður en við skiluðum þeim af okkur á flugvöllinn.
Þegar við sóttum þau á völlinn fyrir viku rigndi á okkur á leiðinni til Billund, en stytti svo upp meðan við biðum eftir þeim. Það var svo eins og við manninn mælt, eftir sjö daga blíðuveður fór að rigna á okkur á heimleiðinni í dag! Er hægt að vera heppnari með veður en fjölskyldan úr Neshömrum?
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.