Hæ hó og jibbi... - það er kominn grundlovsdagur

Grundlovsdagur á TodbjergÞjóðhátíðardagur Dana í dag, Grundlovsdagurinn. Veðrið sýnir allar sínar bestu hliðar og svo eru auðvitað útisamkomur um allt land. Núorðið eru allar samkomur í stærri bæjunum á vegum stjórnmálaflokkanna eða einhverra annarra leiðindasamtaka.

Við keyrðum því út í sveit og vorum viðstödd samkomu bænda við turninn á Todbjerg. Þetta reyndist hin frábærasta skemmtun, enda í mjög föstum skorðum ár frá ári að sögn heimamanna. Kvenfélagið grillaði og seldi pylsur, karlar blésu í lúðra, ræður voru haldnar, kirkjukórinn söng og svo var endað á að allir sungu saman mikinn lofsöng um Danmörku.

Þótt við værum nokkuð langt úti í sveit tilheyrir svæðið Árósakommúnu og því kom borgarstjórinn, ungur kjaftaskur, og hélt aðalræðuna. Miklu skemmtilegri var þó ræða gamals manns sem minntist 80 ára afmælis turnsins á hæðinni.

Við spjölluðum við nokkra á svæðinu, m.a. bónda af næsta bæ sem benti okkur yfir akra sína og lýsti umfangi þeirra þannig að við lá að okkur finndist við vera í Texas en ekki á Jótlandi.

Svo kom Karen, bekkjarsystir Bjarna og spjallaði lengi við okkur. Hún reyndist eiga heima á bóndabæ í nágrenninu.

Ég reyndi að fanga stemminguna á vídeó með litlu ljósmyndavélinni minni. Ég er búinn að klippa saman það helsta, en þetta er samt svo stórt að ég reyni ekki að koma því fyrir á blogginu. Menn geta hins vegar sótt það á slóðina:

http://www.daimi.au.dk/~u060593/Grundlovsdag.zip

Ég skora á hvern þann sem hefur gaman af rótgróinni sveitamenningu að sækja þetta og skoða, þótt gæðin séu ekki mikil á svona upptöku. Sérstaklega vil ég benda mönnum á að hlusta á kórsönginn og brotið úr ræðunni um turninn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband