4.6.2007 | 21:53
Aftur í jarðfræðiferð
Ekki vorum við fyrr búin að kveðja Bjarna á flugvellinum í Kaupmannahöfn en við lögðum af stað í ferðalag. Héldum suður Sjálandsströnd, svipaða leið og ég fór einn og Gunnulaus í október. Stoppuðum fyrst í bænum Köge (sem heitir raunar bara Kö á dönsku!) og þræddum svo sveitavegi suður á Stevns Klint. Síðan um hvern sveitabæinn af öðrum alla leið suður á Mön. Stoppuðum lengi í bænum Præstö og borðuðum þar fínasta hádegisverð. Alltaf happadrætti að heimsækja veitingahús í dönskum smábæjum en þarna duttum við í lukkupottinn.
Ég kom á Möns Klint í haust, en þá var þar allt á öðrum endanum vegna byggingaframkvæmda, ég komst ekki niður fjöruna vegna veðurs og gat ekki skoðað eins og ég vildi vegna þess að það var tekið að skyggja.
Nú var annað uppi á teningnum. Nýbúið að opna ótrúlega glæsileg sýningu um jarðsögu Danmerkur þar sem beitt er öllum flottustu margmiðlunargræjum sem völ er, án þess þó að gera um of. Blanda af fræðslu og leikjum fyrir fólk á öllum aldri. Börnin geta t.d. leikið skriðjökul sem ýtir krítarlögunum upp í fellingar og skapar falleg misgengi. Saga veðurfarsins í milljónir ára er sett upp sem veðurfréttir í sjónvarpi, landrekið leikið á risahnattlikani og þannig mætti áfram telja.
Við gengum svo niður í fjöru og skoðuðum m.a. risaskriðu sem féll í sjó fram í vetur. Magnað að sjá hana, ekki síst eftir að hafa skoðað sýninguna þar sem margt var skýrt sem þar máttti sjá.
Ég átt erfitt með að slíta mig á brott frá Möns Klint að þessu sinni til þess eins að aka heim. Ég segi hiklaust að hver sem leið á til Danmerkur og hefur snefil af áhuga á náttúrunni verður af fara á Möns Klint og gefa sér þar góðan tíma.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.