4.6.2007 | 21:20
Ættarmót í Kaupmannahöfn
Við héldum til Kaupmannahafnar í gær til þess að koma Bjarna áleiðis heim. Eftir að hafa komið okkur fyrir í notalegri gistingu í "Amagerhus" hjá þeim Olav og Ebbe héldum við niður í miðbæ Amager þar sem við vorum búin að boða ættarmót Grænvetninga í Danmörku.
Við höfðum með öðrum orðum boðað þau Önnu Björk og Danna á okkar fund og með þau í bílnum héldum vð af stað í leit að góðu veitingahúsi. Bjarni krafðist þess að fá almennilega að borða síðasta kvöldið sitt í Danmörku og úr varð að halda á Jensens Böfhus þar sem hægt er að fá stórar steikur og miklar.
Úr varð skemmtilegasta kvöldmáltíð og alveg ljóst að engum leiðist dvölin í Danmörku. Og Bjarni var svo sem ekkert leiður yfir að vera að halda heim á leið.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.