2.6.2007 | 22:24
Bjarni kveður Árósa
Síðasta kvöld Bjarna í Árósum, á morgum höldum við til Kaupmannahafnar og hann flýgur heim á mánudagsmorgun. Þetta síðasta kvöld notuðum við til þess að kveðja það fólk sem við höfum umgengist hvað mest í vetur, strákana í handboltaliði Skovbakken. Buðum liðinu og þjálfurunum að koma og fá hér bjór og pizzur og njóta þess að horfa á Ísland og Danmörku vinna glæsta sigra á fótboltavöllunum í beinni útsendingu sjónvarps.
Þetta varð afskaplega eftirminnilegt kvöld, 10 íþróttaáhugamenn að horfa saman á sjónvarpið. Við máttum fyrst sitja undir háðsglósum þegar ljóst var að Ísland var að klúðra leiknum gegn Lichtenstein. Síðan gátum við náð fram hefndum í upphafi leiks Dana og Svía þegar allt gekk á afturfótunum hjá Dönum. Svo ætlaði allt um koll að keyra í stofunni þegar Danir náðu að jafna og allt stefndi í að þeir myndu jafnvel vinna leikinn.
Að upplifa að lokum svekkelsið þegar leikurinn var flautaður af og dæmdur tapaður - menn trúðu ekki sínum eigin augum.
Ógleymanlegt kvöld svo ekki sé meira sagt.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.