30.5.2007 | 10:27
Nafli alheimsins
Bjarni er allur að hressast og það styttist í að við getum aftur lagst í flakk og ferðalög. Þessa daga sem við höfum haldið okkur hér heima við höfum við aðeins verið að fara í huganum yfir það hvað við höfum lært af því að búa hér meðal Dana.
Eitt það fyrsta sem kemur upp í hugann er að Danir líta að sjálfsögðu á land sitt sem miðpunkt alheimsins. Slíkt á við um fleiri þjóðir, en heima á Íslandi eru þó "erlendar fréttir" í mörgum fjölmiðlum. Slíku er ekki til að dreifa hér. Svíþjóð varla nefnd á nafn, frétt frá Noregi hef ég ekki heyrt eða séð ennþá. Ísland kom einu sinni fyrir í fréttum, en það var þegar danskur maður fórst við björgunarstörf við Suðurland í haust. Raunar brá svo Björk einu sinni fyrir í dagblaði.
En svo dúkkar Þýskaland allt í einu upp í fjölmiðlum. Ekki það að eitthvað merkilegt hafi gerst þar, ónei. En Danir hafa mikinn hug á að byggja brú yfir Femernsund, frá Láglandi til Þýskalands. Ekkert óraunhæf hugmynd, svipað mannvirki og Stórabeltisbrúin. Þeir eiga nú í viðræðum við þýsk stjórnvöld og nú eru fjölmiðlar hér fullir hneikslunar á Þjóðverjum að vilja ekki borga meirihluta kostnaðar við brúna. Þeir vilja ekki einu sinni borga helminginn! Danir líta nefnilega svo á að brúin opni Þjóðverjum gríðarlega möguleika á ferðalögum upp til Danmerkur og skilja ekkert í fálæti Þjóðverjanna. Raunar hef ég hvergi séð Dani beita þeim rökum að Þjóðverjar gætu svo haldið áfram upp til Svíþjóðar eða jafnvel Noregs og Finnlands!
Ég held að það mætti bæta landafræðikennslu í skólum víðar en heima á Íslandi.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.