Rólegheit um hvítasunnu

Gunna og girðinginÞað er eins við var að búast, afskaplega lítið um að vera hér á bæ þessa dagana. Við sitjum mest heima við og sinnum Bjarna eftir því sem þarf. Hann á það svo sannarlega inni hjá okkur eftir að hafa verið með okkur hér í allan vetur eins og engill. Slíkt er alls ekki sjálfgefið með ungling á hans aldri. Hann tekur hröðum framförum og það styttist í að hann verði alveg sjálfbjarga og við getum tekið upp fyrri lifnaðarhætti með flakki og ferðalögum. Honum létti líka töluvert við að heyra í Gunnari Svanbergssyni, sjúkraþjálfara í gær, og af einhverjum ástæðu tekur hann meira mark áþví sem hann sagði en því sem við höfum verið að tuða!

Við höfum samt ekki haldið alveg kyrru fyrir, ókum í gær til bæjarins Hjortshoj og fórum í gönguferð um skóginn í útjaðri bæjarins. Byrjuðum á greinilegum stíg, en því lengra sem við gengum því ógreinilegri varð hann og randaflugurnar stærri og fleiri. Lentum að lokum inni í hestagirðingu þar sem voru hestar öllu stærri en gamli Gráni og Börkur. Þaðan sáum við loks til mannabyggða og brutumst þangað um myrkviði og yfir girðingar eins og sjá má á myndinni. Ætlum að halda okkur við merkta stíga í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband