24.5.2007 | 16:41
Kominn á ról (þó ekki klæddur og ...)
Heldur rólegt í kotinu þessa dagana. Við förum ekki af bæ á fyrr en Bjarni verður orðinn sjálfbjarga, þannig að við sitjum mest hér inni við. Þótt hlýtt sé úti viðrar ekki einu sinni til sólbaða. En þetta tekur fljótt af, það eru ekki liðnir nema rúmir tveir sólarhringar og hann er farinn að bera sig aðeins um húsið. Verst er að það er brattur stigi niður á snyrtingu og enginn koppur til í húsinu. Það kemur sér óneitanlega vel að vera lipur mjög og í góðu formi og geta vegið sig á höndunum niður eftir handriðinu. Þessa eiginleika hefur hann þó erft frá föður sínum!
Við eigum það líka sameiginlegt að skilja engan veginn hvernig menn geta gefið sig í læknisstörf, að skera, stinga, saga og bora í skrokkinn á öðrum. Auðvitað erum við þessu fólki rosalega þakklátir en skiljum ekki hvers vegna það er meiri aðsókn í læknisfræði en landafræði háskólum!
Svo erum að undirbúa heimferð Bjarna. Hann þarf að komast sem fyrst undir hendur sjúkraþjálfara á Íslandi, en til þess þarf hann helst að eiga þar lögheimili. En hann er ekki orðinn 18 ára og því verðum við væntanlega að afsala okkur forræði yfir honum og finna einhvern góðan til að ættleiða hann við heimkomuna.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það munar ekkert um einn krakkann í viðbót á þessum bæ!!
Helga Þyri (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.