22.5.2007 | 17:30
Allt stefnir til betri vegar
Það hafa óneitanlega verið frekar erfiðir dagar undanfarið, allt síðan Bjarni fékk úrskurð um að eftir allt væri ljóst að hann þyrfti í aðgerð til að laga krossband í hnénu. Það er alltaf stressandi að bíða eftir aðgerð, þó þessar aðgerðir séu í raun lítið mál í dag. Spurning hve mikið væri slitið og bilað, hvert framhaldið yrði, sumarvinnan fyrir bí, a.m.k. fyrri hluta sumars. Þetta einhvern veginn dró úr manni kraft og við bara biðum eftir deginum í dag.
Hann fór svo í aðgerðina í dag og allt gekk eins og í sögu. Það var skipt um eitt krossband (ég held að það séu tvö í hvoru hné!). Engar aðrar skemmdir voru í hnénu þannig að þetta var eins gott og hugsast gat úr því sem komið var.
Raunar var það lán í óláni að við breytingar á skipan sveitarstjórnarmála í vetur var komið á nýrri skipan biðlista í aðgerðir sem þessar. Þessar reglur þekkti starfsfólkið á Ríkissjúkrahúsinu ekki, og þegar ljóst var að biðin gæti orðið mjög löng hjá þeim skutluðu þeir Bjarna yfir á einkasjúkrahús án þess að tala við nýuppsetta stofnun sem átti að stjórna í þessum málum. Hefði allt farið rétta boðleið hefði hann ekki komist svona fljótt í aðgerð.
Framundan er svo nokkurra daga hvíld og síðan endurhæfing og sjúkraþjálfun. Læknirinn sagði raunar að með íþróttastráka eins og Bjarna væri oftast aðalvandinn að halda aftur af þeim þegar þeir héldu sjálfir að allt væri komið í lag. Den tid, den sorg.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.