Gönguför og gamlir bílar

SAABÞá er hann aftur dottinn í veðurblíðuna - svona um leið og Guðjón og kó yfirgáfu svæðið. Við fórum í sunnudagsgöngu í dag, keyrðum fyrst til Ugelbölle Strand og skyldum bílinn þar eftir. Gengum síðan með ströndinni og um sumarhúsabyggðir miklar og fallegar austur með Kalövíkinni. Eftir nokkra kílómetra datt okkur í hug að finna stað þar sem hægt væri að kaupa ölglas og snarl, því við erum enn ekki orðin nægilega dönsk til að hafa rænu á að útbúa okkur með almennilegan "madpakke".

Við tókum því stefnu á bæinn Rönde, en gangan reyndist lengri en við hugðum. Ölið var hins vegar þess virði að leggja þetta á sig og gerði labbið til baka mun léttara en ella.

Á miðri leið mættum við þessum gamla kunningja, Saab frá því um 1970. Ef einhver veit það ekki voru tveir fyrstu bílarnir okkar þessarar gerðar og gaman að sjá þá enn á götunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Siæl bæði. Takk fyrir síðast. Það var meiriháttir. Guð eru svona mörg ár síðan. Eru ekki svona 7 ár síðan ! Við vorum meira svona Lödufólk.

Gerdur Janusdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband