19.5.2007 | 08:53
Kvöldgestir
Þegar Gunna var í "Sprogskólanum" kynntist hún m.a. Kasiu, ungri konu frá Póllandi sem er í doktorsnámi í jarðfræði við Árósaháskóla. Þrátt fyrir töluverðan aldursmun(!) urðu þær bestu vinkonur og þegar í ljós kom að Kasia hugði á ferð til Íslands í sumar ásamt færeyskum kærasta sínum var nokkuð einboðið að bjóða þeim hingað heim til spjalls og ráðagerða.
Þau komu svo í gærkvöldi og sátu hér fram eftir kvöldi, skoðuðu myndir og kort og ræddu fram og til baka um væntanlega heimsókn til Íslands. Auðvitað höfðu þau áhyggjur af verðlaginu á Íslandi og það var að lokum úr að við munum flytja eitthvað af pólskum matvælum í gámnum okkar til Íslands. Ef tollararnir fara að gera athugasemdir verð ég bara að beita öllum mínum sannfæringarkrafti til að réttlæta innflutninginn!
Afskaplega skemmtilegt kvöld sem hafði upp á allt að bjóða, jarðfræði, ferðaskipulag og Færeying!
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aldursmun? Hvor er yngri?
Stefán Þór Sæmundsson, 20.5.2007 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.