Enn ein kveðjustundin!

Guðjón, Brynhildur og synirEnn vorum við að kveðja gesti. Guðjón, Brynhildur, Frímann og Ýmir farin með lestinni áleiðis til Köben eftir skemmtilega daga. Veðurguðirnir voru raunar ekki í sínu besta skapi, en við við létum það ekki trufla okkur. Þau fóru í Lególand, og svo fórum við víða um Árósa, skoðuðum menntaskóla og háskóla, bókasafn og margt fleira. Mikið etið og drukkið, spjallað og svolítið verslað. Í gær fórum við karlarnir fjórir í bíltúr til Horsens til þess að komast í almennilega sundlaug. Það er sem sagt um hálftíma keyrsla, en sundlaugin þar er bara þess virði, einkum ef maður er með börn.

Ef einhver Fimma félaga efast um að Guðjón hafi haldið sér í formi á meðan hann dvaldi hér er hinum sama bent á að skoða meðfylgjandi myndband.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H. Hauksson

Þvílíkur yndisþokki, þvílíkur limaburður, þvílík mýkt! Mér dettur í hug texti sem ég les stundum fyrir yngri son minn: "Pabbi minn er stór eins og hús, er betri en allir hinir pabbarnir í kapphlaupi og er fimur eins og flóðhestur!" Ég er ótrúlega stoltur yfir því að eiga nú í fyrsta sinn mína sundskýlusenu á Netinu og finnst mér ég nú skrefinu nær að ná Hasselhoff að vinsældum og lífsgæðum.

 Við þökkum kærlega fyrir okkur. Það var dásamlegt að koma til ykkar loksins, kæru vinir, þótt stutt væri. Það hefði verið hægt að gera svo margt og svo mikið, en aðalatriðið var að hitta ykkur. Það verður gaman að fá ykkur heim.

Guðjón H. Hauksson, 18.5.2007 kl. 08:19

2 identicon

Guðjón skrifaði:"Ég er ótrúlega stoltur yfir því að eiga nú í fyrsta sinn mína sundskýlusenu á Netinu..... " 
So, thank you Jonas for setting in this videoclip, so that it can be seen in Bruges, Belgium! We have two swimming pools here, and a camera. So Guðjón,  come and show your skills here too! Hilde

Hilde De Vaere (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband