Skin og skúrir

Verkefnið sýnt enn einu sinniBest að byrja á slæmu fréttunum - Bjarni fór í læknisskoðun í morgun  og þá kom í ljós að meiðslin voru verri en áður var talið. Krossbönd sem sagt slitin og í stað þess að fara í meinlausa hnéspeglun þarf hann að fara í krossbandaaðgerð og má svo ekki vinna líkamlega vinnu í svo sem tvo mánuði á eftir. Honum var boðið að fara í aðgerð strax í næstu viku og ákváðum við að þiggja það frekar en bíða til haustsins. En nú er sumarvinnan hans í uppnámi og heitum við nú alla að hjálpa honum að finna létta vinnu, búðarkassa eða eitthvað þvílíkt í sumar!

Svo er auðvitað allt fullt af góðum fréttum. Ég skrapp til Kaupmannahafnar í gær og sótti Guðjón, Brynhildi, Frímann og Ými sem ætla að stoppa hér í þrjá daga. Við byrjuðum á góðri gönguför í gærkvöldi, grilli og spjalli. Í morgun fékk Guðjón að gera svolítið við tölvukerfið á heimilinu sér og okkur til ánægju. Þau eru svo farin á bílnum okkar til Billund í Legoland - verst að mér sýnist rigna svolítið hér suðurundan.

Ég ætlaði að setja allt aðra mynd á frétt dagsins, en til þess að halda stílnum var það krafa gestanna að það yrði hér mynd af þeim að skoða verkefnið mitt úr skólanum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elísabeth (sem fékk nýtt krossband fyrir 10 dögum) sendir Bjarna baráttukveðjur.

Kristín List (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband