15.5.2007 | 14:17
Skin og skúrir
Best að byrja á slæmu fréttunum - Bjarni fór í læknisskoðun í morgun og þá kom í ljós að meiðslin voru verri en áður var talið. Krossbönd sem sagt slitin og í stað þess að fara í meinlausa hnéspeglun þarf hann að fara í krossbandaaðgerð og má svo ekki vinna líkamlega vinnu í svo sem tvo mánuði á eftir. Honum var boðið að fara í aðgerð strax í næstu viku og ákváðum við að þiggja það frekar en bíða til haustsins. En nú er sumarvinnan hans í uppnámi og heitum við nú alla að hjálpa honum að finna létta vinnu, búðarkassa eða eitthvað þvílíkt í sumar!
Svo er auðvitað allt fullt af góðum fréttum. Ég skrapp til Kaupmannahafnar í gær og sótti Guðjón, Brynhildi, Frímann og Ými sem ætla að stoppa hér í þrjá daga. Við byrjuðum á góðri gönguför í gærkvöldi, grilli og spjalli. Í morgun fékk Guðjón að gera svolítið við tölvukerfið á heimilinu sér og okkur til ánægju. Þau eru svo farin á bílnum okkar til Billund í Legoland - verst að mér sýnist rigna svolítið hér suðurundan.
Ég ætlaði að setja allt aðra mynd á frétt dagsins, en til þess að halda stílnum var það krafa gestanna að það yrði hér mynd af þeim að skoða verkefnið mitt úr skólanum!
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elísabeth (sem fékk nýtt krossband fyrir 10 dögum) sendir Bjarna baráttukveðjur.
Kristín List (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.