Gamli Ferguson

Gl EstrupÞað var ljóst um hádegið í gær að ég yrði að grípa til róttækra ráðstafana - það var að hellast yfir mig þunglyndi og neikvæðni á þessari jarðsambandslaus ráðstefnu sem ég hafði eytt tímanum í. Hvað er þá betra en fara út í sveit, hverfa þar aftur í tímann og gleyma um stund þessu ruglaða tölvuliði?

Við drifum okkur því til Gl. Estrup og skoðuðum tvö frábær söfn um menningu í dönskum sveitum. Annars vegar er þar herragarður eins og þeir voru ríkmannlegastir allt fram undir 1930. Mjög gaman að ganga þar um reyna að ímynda sér lífið á svona stað, annars vegar snobbaða yfirstéttina og hins vegar fjöldan af þjónustu- og verkafólki sem þurfti til að reka svona "fyrirtæki".

Hins vegar er á staðnum stórt safn um sögu landbúnaðar allt frá örófi alda. Tvímælalaust flottasta safn þeirrar gerðar sem ég hef skoðað. Húsið sem hýsir vélasafn 20. aldar er gríðarstórt og ekki leiðinlegt fyrir sveitastrákinn mig að ganga þar í gegn. Hefði gjarnan viljað hafa með mér annan sveitamann til að ræða málin og rifja upp, Gunnu fannst ég tala fullmikið við sjálfan mig.

Það kom ekki á óvart að það er mikið gert úr þeirri byltingu sem gamli, grái Ferguson kom með í sveitirnar. Þetta hef ég einnig séð í Skotlandi þar sem tímatal í sveitum er jafnvel miðað við þegar fyrsti Fergusoninn kom á svæðið.

Ég er allur annar eftir þessa ferð og settist beint að tölvunni þegar ég vaknaði í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl Jónas og Gunna. Kærar þakkir fyrir móttökurnar í vor. Það var virkilega gaman að hitta ykkur og fá að vera með ykkur dagparta og kvöldstundir. Hér reynum við að útbúa einhvern skýrslufjanda um ferðina, svo að norræna apparatið innkalli ekki styrkinn. Það er sjálfsagt allt satt í skýrslunni en með uppskrúfuðu orðalagi þá virkar þetta eins og her embættismanna hafi heldur betur tekið út skólastarf á Jótlandi. Hlakka til að sjá ykkur í sumar/haust.

Kær kveðja, Bjarni

Bjarni Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband