11.5.2007 | 10:37
Rekum þetta lið út á akrana!
Ég hef nú í þrjá daga setið á ráðstefnu um "The Aesthetic Interface". Þar eru saman komnir um 15 hámenntaðir háskólamenn frá Norðurlöndum, Bretland, Þýskalandi, Frakklandi, USA og víðar, auk 5 - 10 óbreyttra áheyrenda. Þetta lið virðist eyða öllum tíma sínum í að velta sér upp skrifum hvers annars og annarra ámóta "fræðinga". Það er svo greinilega kúnstin að tína út stakar setningar með sem uppskrúfuðustu orðalagi, setja þær saman í nýtt samhengi og bæta við eigin orðum, helst nýyrðum með löngum endingum. Að hverjum fyrirlestri loknum hæla þeir svo hver öðrum og klappa fyrir vel unnum verkum.
Þótt innan um hafi leynst einn og einn brúklegur fyrirlestur er ég nú í hádeginu á þeirri skoðun að fjármunum væri betur varið í að kaupa stígvél á þetta lið og reka það út á akrana í nokkra daga í þeirri von að það nái jarðsambandi.
Sjálfur ætla ég upp í minn bíl á eftir og aka út í sveit og anda að dönsku landbúnaðarlofti.
PS. þeir sem þekkja mig vita að ég verð sjálfsagt búinn að jafna mig á þessu í kvöld.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.