Um erfiða innri baráttu

BrugertestÉg á í erfiðri baráttu við sjálfan mig þessa stundina. Ég hef unnið hörðum höndum að stóru lokaverkefni við háskólann síðustu vikurnar og hef nú í raun lagt á það lokahönd. Ég hafði ekki hugsað mér að leggja það fram til einkunnar og endanlegs mats kennara í skólanum. Verkefnið er allt á íslensku og bíður tilbúið til notkunar í MA í haust.

En - nú langar mig helst til að snara því á dönsku til að geta gert almennilegt "brugertest" á því í menntaskólanum hjá Bjarna. Eins og sjá má á myndinni er erfitt að vera einn og leika ýmist nemanda eða kennara og spila samtímis á fleiri en eina tölvu. Ef ég tek þetta skref er orðið ansi stutt í að ég skrifi lokaskýrslu um verkefnið upp á svona 20 - 30 síður og skili því inn í háskólann til umsagnar.

Nú stendur stríðið innra með mér, á ég að láta skynsemina ráða og láta staðar numið. Ég hef nóg af öðrum verkefnum fram á sumarið. Eða á ég að láta kappsemina ráða, og sýna þessum kennurum hér í háskólanum hvað ég get og hvað hægt er að gera í tölvunum. Því þótt ég segi sjálfur frá er ég með mjög flott verkefni í höndum og á nokkrum sviðum stend ég þeim töluvert framar hvað varðar þekkingu á möguleikum margmiðlunar!

Til þess að reyna að gera upp hug minn ætlum við að skreppa til Horsens og skoða þar sundlauga- og leikjasvæði, svona til þess að gera klárt fyrir næstu gesti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H. Hauksson

Ég held að þú sért ekki best þekktur fyrir að láta skynsemina ráða, Jónas. Þótt þú hafir auðvitað gert margt skynsamlegt um dagana :o) (sem oft virtist alls ekki skynsamlegt þegar ákvörðunin var tekin).

Ertu ekki stúdent í dönsku?

Guðjón H. Hauksson, 6.5.2007 kl. 19:48

2 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Heldurðu að þessir gaurar í háskólanum muni læra eitthvað af þér?  Reyndu að meta hvað muni veita þér mesta ánægju sjálfum - það getur orðið frústrerandi að kenna þeim sem ekki lærir. (Á hinn bóginn er auðvitað gaman að geta sýnt þeim ljós sem í myrkrinu ganga)

Valdimar Gunnarsson, 6.5.2007 kl. 21:09

3 identicon

"Sá lifir sem lærir" en það sagði enginn að það væri þitt að kenna það. Við hér á Fróni erum líklega flestöll fullviss um að þú sért búin að skila góðu verki sem mun nýtast vel í skólanum okkar, við þurfum ekki danskar sannanir fyrir því. Ég skil vel að það er freistandi að fá einkunn fyrir vel unnið verk, en svo er líka freistandi að fá að njóta frísins. hmmmm... hver metur verkefnið þegar upp er staðið??

Helga Þyri (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 22:16

4 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Tærnar upp í loft, loka tölvunni og taka á móti gestum, snúlla í kringum sjálfan sig og sína þessar fáu vikur sem eftir eru. Þú ert í leyfi líka, ekki bara námi. Ef þú ert kominn með nóg fyrir sjálfan þig þá ertu kominn með nóg. En umfram allt: Ha' det hyggeligt og lækkert. Det er så danskt.

Sverrir Páll Erlendsson, 6.5.2007 kl. 23:41

5 identicon

vertu ekki með þetta hálfkák alltaf hreint, ef þú ert skráður í skóla þá verður þú að gera það af krafti, ekki var mér leyft að hætta í miðju jarðskjálftaverkefni í MA.... vertu nú duglegur að læra námshestur!

Helgi Jónasson (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 18:16

6 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Hehehehehehehehehehehehehe!

Ég get ekki annað... 

Sverrir Páll Erlendsson, 7.5.2007 kl. 21:19

7 identicon

Skynsemin ætti að ráða, engin spurning! - Og láttu ekki strákinn mana þig!

Lára Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 10:01

8 identicon

Ég ætla bara að fá að taka undir með bróðir mínum. Hér úti hafa verið predikaðar þær lexíur að maður ætti nú aldeilis að skila verkefnum, alveg sama hversu góð þau væru. Svo að ég tek undir með bróðir mínum og segji: Vertu ekki með þetta hálfkák gamli!

Bjarni (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 11:02

9 identicon

  Helgi á komment vetrarins hérna!

Lillebror (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:05

10 identicon

Sæll og blessaður Jónas minn.

Láttu hjartað ráð för og gerðu það sem það segir þér.   Ef þú heldur að það nagi þig alla ævi að hafa ekki látið baunan sjá hvað þú ert klár - eða ef þetta gefur einhverjar einingar sem geta nýst þér síðar - láttu þá bara vaða.

Að öðrum kosti skaltu bara hafa það skemmtilegt og fróðlegt og notalegt - það er líka mikils virði.

Alltaf auðvelt að ráðleggja öðrum.......

sigrstef (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband