Villur vegar

Í repjuakrinumFórum mikla skoðunarferð í dag. Byrjuðum á að fara til Ry og ókum svo meðfram vötnunum norðanverðum til Silkiborgar. Ótrúlega falleg leið og veðrið frábært. Mikil helgislepja yfir Dönum á þessum "Stóra bænadegi", allt meira og minna lokað og fermingarveislur í hverju einasta samkomuhúsi. Við lentum inn í a.m.k. þrjár veislur við það eitt að reyna að verða okkur úti um kaffibolla.

Frá Silkiborg heldum við í átttina að Himmelbjerget og var ætlunin að ganga síðustu kílómetrana meðfram vatninu. Ég taldi lítið mál að finna stíginn, en eftir að hafa ekið fram og aftur um dimma skógarstíga án þess að vera viss um hvar við værum (og ekki  orð um kortalestur og GPS!) gáfumst við upp og keyrðum eftir þjóðveginum upp á "bjargið" og keyptum okkur ís og bjór í einni fermingarveislunni.

Ókum loks í kvöldblíðunni upp á tvo hæstu tinda Danmerkur og um Skanderborg heim til Árósa. Þar ætlaði ég að panta borð á veitingastað við höfnina okkar, en lenti þá í enn einni fermingarveislunni. Við sitjum nú heima og ráðum ráðum okkar, förum sennilega niður í bæ að finna eitthvert snarl og kveðja gestina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband