3.5.2007 | 20:24
Hestamenn
Ívar og Marta eru sem sagt í heimsókn. Við sóttum þau til Köben í fyrradag og eyddum hluta dagsins í að skoða Hróarskeldu. Dómkirkjan var að vísu lokuð, hugsanlega finnst kirkjuyfirvöldum heimsóknir okkar að verða grunsamlega tíðar. Við notuðum því tímann til þess að skoða víkingasafnið því betur. Ókum svo í bíðunni upp Sjálandsoddann og tókum ferjuna til Ebeltoft. Þar borðuðum við kvöldmat á veitingahúsi sem við höfum orðið dálæti á, ekki fyrir að maturinn sé sérlega góður, heldur er húsið engu líkt. Menn verða bara að koma og sjá hvað ég meina.
Gærdeginum eyddu konur svo í búðum eins og fram hefur komið, en í dag höfum við verið í skoðunarferðum um Árósa. Auk miðbæjarins sýndum við þeim hjónum Bazar Vest, mikinn markað sem nánast eingöngu er rekinn af innflytjendum. Merkingar á verslunum og veitingastöðum jöfnum höndum á dönsku og tyrknesku.
Við reynum að sjálfsögðu að gera öllum gestum nokkuð til hæfis, fórum með kennarana í skóla og með þessa miklu hestamenn fórum við því á skeiðvöll borgarinnar, miðstöð hestamennsku á Jótlandi. Hvað næstu gestum verður sýnt verður bara að koma í ljós...
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
:o)
Guðjón H. Hauksson, 4.5.2007 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.