Menningarferð til Kaupmannahafnar

Erlingur og BöðvarGunna er í mjög virkum lesklúbb Akureyrskra kvenna. Í ótal ár hafa þær komið saman einu sinni í mánuði yfir veturinn og rætt um bækur og bókmenntir. Á vorin hafa þær haldið lokahóf eins og vera ber. Nú í vetur hafa hins vegar tvær úr klúbbnum verið búsettar erlendis, í Danmörku og Svíþjóð. Það þótti því einboðið að halda vorfagnaðinn í Kaupmannahöfn og til þess að gera nú enn meira úr þessu var okkur körlunum boðið með.

Það væri alltof langt mál að telja upp allt sem hópurinn gerði um helgina, skoðunarferðir gangandi, akandi og siglandi. Til þess að gefa þessu nú bókmenntalegt yfirbragð var m.a. farið í skoðunarferð um "Svarta demantinn", bókasafnið í borginni.

Það var svo tvímælalaust hápunktur ferðarinnar að fara í heimsókn til Böðvars Guðmundssonar og Evu konu hans norður til Nivå. Þar var okkur tekið með kostum og kynjum, etið hangikjöt og harðfiskur, grillað og drukkið. Undir borðum lásu þeir Böðvar og Erlingur úr verkum sínum við góðar undirtektir hópsins.

Það er varla að maður geti beðið útkomu næstu bókar Böðvars, smásagnasafni sem hann las eftirminnilega úr undir hlátrasköllum áheyrenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærar þakkir fyrir samveruna í Kaupmannahöfn - já það var gaman og hópurinn skemmtilegur.  Og kom í ljós að það var meira en í lagi að hafa ykkur karlana með.Held að hópurinn sé líka sammála um að kvöldið góða í Nivä hjá Böðvari og Evu var hápunkturinn.    Gott að sjá að þið eruð kom heil heim, það erum við líka og takk fyrir myndirnar. 

sigrstef (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband