26.4.2007 | 17:22
Herdís í heimsókn
Herdís er búin að vera hér í Árósum alla vikuna á námskeiði fyrir námsráðgjafa. Að hennar sögn snýst námskeiðið að töluverðum hluta um innflytjendur og vandamál sem tengjast þeim. Það var því alveg rökrétt að hún heimsækti íslenska innflytjendur í Egå og rannsakaði aðstæður þeirra eina kvöldstund.
Ekki var annað að sjá en henni litist allvel á, og sýndi jafnvel húsbóndanum þá kurteisi að skoða hjá honum lokaverkefnið sem minnst hefur verið á fyrr á blogginu. Á myndinni er hann að lýsa fjálglega kostum forritsins sem hann er með í smíðum og þeim möguleikum sem það gefur í skólastarfinu.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Datt bara i hug: Ætli hann sé að útskýra verkefnið fyrir Herdísi eða segja Gunnu hvernig hún eigi að taka myndina?
Sverrir Páll Erlendsson, 29.4.2007 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.