24.4.2007 | 10:14
Þetta er hreinlega dapurlegt...
Það hefur verið mikil lífsreynsla fyrir gamlan kennara að gerast nemandi og upplifa misgóða kennara. Ég hef verið misheppinn hvað það varðar, í tölvudeildinni voru frábærir kennarar í sumum fögum, en svo voru þar líka verstu teóríuhundar sem ég hef á ævinni kynnst.
Í jarðfræðinni er þetta svipað. Var með ágætismenn í áföngum um grunnvatn og fleira. En núna sit ég áfanga um almenna jarðfræði Danmerkur. Og það er hreinlega dapurlegt að upplifa hvernig hægt er að fara með fagið. Kennslustofan er eins minjasafn um löngu liðna tíma, stórir og glæsilegir kortaskápar sem hafa greinilega áður hýst mikið kortasafn. Þar er nú aðeins að finna örfá kort frá því um 1970. Sama er að segja um steinasafn sem er í nokkrum upplituðum trékössum með gulnuðum merkimiðum. Engan merkimiða hef ég séð með dagsetningu nær í tíma en 1980, flest frá því um seinna stríð. Á borði rykfalla tvær gríðarlegar Rollei sýningar"kanónur" fyrir 60x60 mm slidesmyndir. Á eldgömlum myndvörpum hanga stóru rúlluglærurnar sem ég veit ekki til að nokkur maður hafi getað notað (raunar gengu sögur um S. Bjarklind hefði sett mótordrif á svona tæki). Svona mætti áfram telja.
Það sem er svo enn verra, kennarinn fellur fullkomlega inn í þetta umhverfi. Eina kennslutækið sem hann notar er gamall myndvarpi og þar bregður hann upp glærum sem allar eru gamlar, gráhvítar og illa ljósritaðar upp úr bókum. Enn hefur ekki brugðið fyrir lit eða litmynd, sama um hversu áhugaverð og myndræn fyrirbæri verið er að fjalla. Flestar glærurnar eru með örsmáu letri og hefur hann engan sans fyrir því að færa þá myndvarpann aðeins fjær tjaldinu svo möguleiki gæti verið að lesa á glæruna.
Ég stalst með myndvélina í tíma í dag...
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.