23.4.2007 | 09:16
Sunnudagsbíltúr með MA(-tar) kennurum
Okkur var boðið í bíltúr í gær, kennaranir í Randers fóru með okkur um út með Randersfirðinum, yfir að Mariagerfirði og loks Jótlandsheiðar til baka til Randers. Á heiðunum horfðum við m.a. yfir svæðið sem Íslendingum var ætlað að flytja til í kjölfar móðuharðindanna.
Það væri allt of langt mál að lýsa öllu sem fyrir augu bar, en enn og aftur sannaðist hve ómetanlegt það er að hafa heimamenn með í för þegar landið er skoðað. Að sjálfsögðu stoppa þeir á stöðum sem maður annars hefði ekið framhjá án þess að taka eftir. "Frumskógur", ferjuhöfn, klaustur verksmiðjur, veitingahús, sjoppur og söfn.
Raunar sýnist mér þessi samskipti að töluverðum hluta snúast um að gefa Íslendingunum að borða. Ógleymanleg verður biðin eftir eggjakökum og öli á litlu veitngahúsi með örþjónustu við Randersfjörðinn. Ísbúðin í Mariager er sögð sú besta í landinu og koma menn víða að til þes eins að kaupa sér þar ís. Við dvöldumst þar að sjálfsögðu um stund eins og myndin sýnir.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Det er som sagt muligt at få Brynje-is på Jylland.
Sverrir Páll Erlendsson, 23.4.2007 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.