21.4.2007 | 08:58
Langþráðir gestir
Við erum búin að bíða um stund og hlakka til að fá hóp kennara úr MA í heimsókn. Svo birtust þau í gær, Magga, Stefán, Unnar og Bjarni. Búin að slá í gegn í skólanum í Randers þar sem þau eru í opinberri heimsókn og nú var komið að Árósum. Þau skoðuðu ferðamannastaði fyrri partinn, en komu svo út í Egå síðdegis. Við byrjuðum á að sýna þeim menntaskólann hans Bjarna og hann lýsti fyrir þeim hvernig væri að vera nemandi í dönskum skóla. Dró hvergi af sér við að lýsa íþróttakennslunni og sagðist hlakka mikið til að koma heim til Unnars í tíma í Fjósinu okkar.
Ég skrapp svo aðeins niður í bæ með gestina á meðan húsmóðirin eldaði dýrindiskjúklingarétt. Eftir matinn sátum við svo lengi og fengum m.a. fullt af fréttum úr MA. Gott að heyra að engar stórbyltingar hafa verið gerða þar að mér fjarverandi!
Ég notaði svo að sjálfsögðu tækifærið til að sýna frumgerðina af lokaverkefninu mínu við háskólann, fékk loksins áhorfendur sem sýndu því tilhlýðilegan áhuga, vonandi ekki bara sakir kurteisi eftir kvöldmatinn hjá Gunnu...
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl verið þið heiðurshjón.
Hef nú í morgun skemmt mér við blogglestur síðunnar - kannski vegna þess að ég átti að vera í Kaupinhafn þessa dagana en tókst í enn eitt skiptið að fá í bakið og það með verra móti - þær mæðgur Ólöf og Ásgerður eru þar úti núna.
Þessi blogglestur hefur verið mér hin besta fræðsla og skemmtun og "líkn með þraut" eins og segir í gömlum sálmum.
Haltu endilega áfram og góðar kveðjur til allra. Ásgeir Böðvarsson
asgeir (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.