18.4.2007 | 21:20
Holl og góð útivera
Það mega Danir eiga að þeir skipuleggja og merkja vel gönguleiðir um fjöll og fyrnindi. Hægt er að fá sérkort fyrir þá sem hafa áhuga á fuglaskoðun, þá sem vilja fylgjast með bændum við við vinnu, þá sem vilja hafa hunda sína með í för, og þannig mætti lengi telja.
Nú er boðuð í fjölmiðlum útgáfa á enn einu kortinu og sagt að markaðurinn sé mikill og margir bíði spenntir. Frumútgáfa fylgdi Ekstrablaðinu í dag og fylgir hún hér með. Það gleður okkur sérstaklega að margar fallegar leiðir í nágrenni Árósa munu verða á kortinu, til dæmis á Himmelbjerget og úti á Mols.
Eins og fram hefur komið erum við þegar búin að fara á Himmelbjerget akandi og gangandi...
Frekari upplýsingar er að finna í blaði dagsins http://ekstrabladet.dk/sex_og_samliv/article290810.ece
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Afar athyglisvert kort sem klárlega þarf að leggjast yfir áður en haldið er í hann! Það er spurning hvort þið passið ekki Svein Áka fyrir okkur einhvern daginn!
Kristín List (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 13:13
Iss....mér finnst þetta lýsa örlítið hjálparleysi Baunans. Við Íslendingar þurfum ekkert svona kort, við hendum okkur bara á bakvið næsta rofabarð eða við einhverja lækjarsprænuna. Krossleggjum svo fingur og vonum að Ómar Ragnarsson sé ekki á ferðinni að mynda einhver náttúruspjöll (önnur).
Helga Þyri (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.