16.4.2007 | 18:26
Er ekkert að gerast hjá okkur?
Jú - jú það er nóg að gerast í góða veðrinu. Hitinn nær nú 20 stigum á daginn, en nú eru að koma kuldaskil að norðan og spáð að hitinn lækki um 10 gráður næstu daga. Grunar mig að félagar okkar í Randers hafi pantað þetta veður til þess að hefna sín á kennurum MA sem hingað eru væntanlegir í vikunni.
Á laugardaginn fórum við í mikla gönguferð, að þessu sinni vel búin og nestuð að dönskum sið. Gengum alla leið frá bænum Ry, upp með vötnunum gegnum mikið skóglendi og alla leið upp á Himmelbjerget. Gott var að hvíla sig þar með ískaldan bjór í annarri hendi og ís í hinni áður en við gengum sömu leið til baka. Allt í allt eitthvað dálítið á annan tug km.
Í dag kom svo Danni í heimsókn og verður í afslöppun í nokkra daga, þvær þvott (þvottavélar á Garði bilaðar) og nýtur þess að setjast að matarborði sem aðrir hafa útbúið. Nú eru þeir frændur farnir á tónleika niður í bæ.
Svo fékk ég póst um það í dag að ég hefði náð einum áfanga í viðbót í háskólanum....
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.