13.4.2007 | 17:50
Afturhvarf til fortíðar
Sumarið er komið ef marka má daginn í dag - hitinn fór upp undir 20 stig síðdegis í logni og bíðu. Datt þá ekki tveimur í fjölskyldunni í hug að nú væri kjörið að grilla úti að íslenskum sið. Ég reyndi að streitast á móti, lofaði öllu fögru þegar liði á júlímánuð, en allt kom fyrir ekki. Ég var klárlega í minnihluta, það skyldi grillað. Ekki vantar að nóg er af ódýru og góðu kjöti í búðunum, en hins vegar eigum við ekkert grill. Það varð úr að við keyptum kjöt og grillkol, og ég laumaðist svo yfir til nágrannanna (sem eru fjarverandi) og hnuplaði litlu kolagrilli. Á því grilluðum við svo dýrindis svínakjöt, raunar er ég einnig grillaður upp undir olnboga því auðvitað gleymdum við að kaupa (eða hnupla) viðeigandi verkfærum með grillinu. Auðvitað kviknaði svo í öllu eins og vera ber á góðu grilli. Til að bæta gráu ofan á svart laumaðist Gunna til að taka af mér "loftmynd" á meðan ég glímdi við grillið. Þótt skallinn og eyrum séu fulláberandi á myndinni finnst henni rétt að ég setji hana á bloggið, í ljósi þess sem ég hef stundum sagt skrifað um hana!
Ég verð raunar að að viðurkenna að þetta afturhvarf til fortíðar var bara nokkuð skemmtilegt, var alveg búinn að gleyma hvað bjórinn er góður meðan maður bíður þolinmóður eftir að grillið hitni og svo var maturinn hreint alveg ótrúlega góður eftir alla fyrirhöfnina. Nú er bara að bíða eftir að grillið kólni svo ég geti laumast með það til baka. En ég sakna svolítið gasgrillsins míns heima á Akureyri...
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.