12.4.2007 | 13:20
Okkur er verulega létt
Við höfum ekki verið alveg róleg síðustu daga - óvissa með hnéð á Bjarna og einnig var sumarvinnan hans í svolítilli óvissu. Vandamálið var raunar að velja og hafna vinnutilboðum sem er alveg ný reynsla fyrir okkur.
Í morgun hefur svo allt smollið saman. Gengum frá því að hann yrði í vinnu á Hótel Eddu og fer því sennilega heim í fyrstu vikunni í júní. Þá verður kennslu lokið hér í Egå og hann reiknar ekki með að fara í prófin, heldur halda bara áfram þar sem frá var horfið í MA. Dvölin í Danmörku verður bara stór bónus og lífsreynsla. Verst að þetta þýðir að hann mun útskrifast úr MA vorið 2010 (samstúdentr mínir frá 1975 geta reiknað út hvað er slæmt við það).
Við vorum svo að koma frá lækni sem skoðaði hnéð vel og vandlega og kvað upp þann úrskurð að öll liðbönd og krossbönd virtust vera heil. Allt benti til þess að liðþófi hefði skemmst, og af öllum hnémeiðslum væri það kannski það skásta viðureignar. Bjarni fer í framhaldinu í hnéspeglun á næstunni og ætti að ná sér að fullu fyrir sumarið.
Af því ég held að mynd af hné sé ekkert sérstaklega flott á bloggi sem þessu læt ég fljóta með mynd úr ferðinni til Skagen - mikið rosalega fannst mér gaman að aka hratt um fjöruna og spæna upp sandinn. Gunna var ekki alveg sama sinnis...
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að öllum er létt og framtíðin liggur ljós fyrir hjá syninum. Ekki eins gott þetta með 2010! Ég reyndi þetta 2005 og fannst erfitt...
Lára (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 13:27
Maður fær sko þokkalega heimþrá yfir þessum myndum frá Skagen. Það er spurning hvort ég verði ekki að leyfa Árna að aka hratt um fjöruna og spæna upp sandinn þegar við förum þangað í sumar.
Annars erum við virkilega farin að hlakka til að koma til ykkar. Så skal vi ha´det skide hyggeligt sammen !!
Til Bjarne: God bedring!
Kristín List (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 21:55
Einu sinni spaendum vid Valli fjöruna vid Húsavík, thad endadi med reipitogi og heilmiklu veseni, en thad var gaman ad spaena medan var! Styttist í ad vid verdum nágrannar ykkar áaetladur flutningur 8.maí, vona ad thid kíkid í heimsókn ádur en thid flytjid til Íslands á ny. Thetta er náttúrlega vid hlidina á Kaupmannahöfn og ég trúi ekki ödru en fhid thurfid ad fara thangad nokkrum sinnum ádur en thid fljúgid í burtu.
Brynja (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.