9.4.2007 | 15:28
Hækjur og handbolti
Það hefur áður komið fram að lífið í vetur hefur að nokkru snúist um handbolta. Þar hafa hutirnir gengið upp og ofan, liðinu oftast gengið illa, flokkurinn hans Bjarna lagður niður á miðjum vetri og strákarnir fluttir upp í meistaraflokk. Þar lentu þeir hjá þjálfara sem þér eru ekki sáttir við, hafa sumir fengið lítið að spila þrátt fyrir loforð um annað. En þetta er allt saman gríðarleg reynsla fyrir Bjarna, líf handboltamanns er ekki endilega dans á rósum þótt hann standi sig vel og leggi sig allan fram.
Við höfðum það á orði fyrir nokkru að þetta ætlaði að sleppa nokkuð vel, tímabilið að klárast og heimsóknir á slysó langt undir ársmeðaltali. Einn heilahristingur telst ekki mikið á heilum vetri á þessum bæ.
En tímabilinu lauk með alþjóðlegu móti í Kolding um páskana eins og Bjarni lýsir á sínu bloggi:
Svo eftir það kom helgin sem ég var búinn að bíða eftir í langan,langan tíma. Alþjóðlegt handboltamót í Kolding. Fá að keppa á móti hinum og þessum, misgóðum svosem. Við lentum í riðli með Kolding 2, einu hollensku liði, og 2 þýskum liðum. Ég spilaði fyrsta leikinn á móti Kolding, sem endaði jafntefli og tókst að vera markahæstur og allur pakkinn. 2 tímum seinna spiluðum við við hollenskt lið. Eftir fimm mín af leiknum fékk ég stimplun niður í hornið, hoppaði inn og lenti frekar asnalega. Allur skrokkurinn á mér gekk til vinstri en hnéð á mér til hægri. Það var mesti sársauki sem ég hef nokkurn tímann fundið, það var verra en um árið þegar ég öskraði dramatískt á Árna á Húsavík í denn. En það sem semsagt kom úr þessu var það að hnéð á mér var of bólgið til að sjá nokkuð á myndum, fólk heldur sem þekkir til að þetta séu helvítis krossbandaslit, en ég vona svosem ekki. Það að þetta sé bólgið vona ég að sé merki um að þetta sé eitthvað annað,en það að mér hafi verið illt undir hnénu er slæmt mál.
En við eru samt miklu bjartsýnni í dag og vonum að þetta sé bara slæm tognun en ekki slit. Kemur í ljós á næstu dögum.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.