7.4.2007 | 18:19
Skagen
Kannski fær einhver það á tilfinninguna við að lesa þetta fréttablogg mitt að við hjónin séum með einhverja ferðabakteríu - þá það. Við lögðum enn land undir fót í dag og héldum alla leið norður á Skagen. Þar tóku Leif og Bente okkur opnum örmum og fóru með okkur í langa skoðunarferð um svæðið. Um gamla bæinn, niður að strönd, upp á foksandölduna Råbjerg mile, niður að höfn, um miðbæinn, út að vitanum og þannig mætti áfram telja. Gerðu einnig vel við okkur í mat og drykk og gerðu daginn ógleymanlegan. Hvasst var og fremur kalt, en sólin skein fram eftir degi. Þegar skoðunarferðinni var að ljúka fór að rigna og og flúðum við þá heim til þeirra hjóna í kaffi og kökur áður en við héldum af stað heim. Þegar við vorum rétt komin af stað stytti upp aftur með sólskini og við lögðum því lykkju á leið okkar og ókum um Hirtshals og Hjørring á heimleiðinni. Bæir sem eru alveg þess virði að aka í gegnum, en óþarfi að stoppa lengi.
Bjarni er þessa dagana á alþjóðlegu handboltamóti í Kolding. Þar er hann nú kominn á hækjur - en það er nú allt annað mál...
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.