Gestir hjá Bjarna

Bjarni, Stebbi og ÓskarVið höldum áfram að kanna landið. Drifum drengina þrjá frá tölvuskjánum og skutluðum þeim í Randers regnskov. Á meðan þeir spjölluðu þar við slöngur og aðrar skepnur ókum við út í sveit. Enn og aftur rákumst við á hreint ótrúlega fallega gamla krá, að þessu sinni sveitakrána í Hvidsten, rétt norðan við Randers. Hittum þar hjón sem sögðu okkur undan og ofan af því hvernig kráin var miðstöð andspyrnuhreyfingarinnar á svæðinu í seinna stríðinu, og hvernig Þjóðverjar fóru með íbúana þegar upp komst. Einn af þessum litlu stöðum sem gaman er að heimsækja.

Skoðuðum svo bæinn Mariager - lítill og fallegur bær sem alltaf er nefndur í veðurfregnunum. Ég hélt lengi að bærinn héti "María" því auðvitað bera Danir ekki fram nema helminginn af nafninu. Að lokum litum við á bæinn Hadsund sem að okkar mati fer í flokk með bænum Odder hvað varðar áhugaverða staði.

Drengirnir fóru svo í keilu eftir kvöldmatinn og eru rétt komnir heim. Halda svo heim á leið snemma í fyrramálið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband