Fyrirlestratækni - smáhugleiðing af gefnum tilfellum

Henrik FriisMér er að mestu runnin reiðin frá í gær og aftur farinn að sjá skoplegu hliðarnar á tilverunni. Ég sat fyrirlestur í morgun sem er kveikjan að bloggi dagsins (páskafrí byrjar á morgun).

Snemma í haust sat ég marga fyrirlestra um afskaplega lítt áhugavert efni, forritun í JAVA. Þetta var í sal sem rúmaði mörg hundruð nemendur, með öflugu mynd- og hljóðkerfi. Síðustu mínútur fyrir upphaf fyrirlestur hljómaði tónlist af fullum krafti úr græjunum, ýmist Ramstein, Beethoven eða aðrir minni spámenn. Fyrirlesarinn gekk svo í salinn, sportlega klæddur, sléttrakaður og rakspíralyktin fyllti allan stóra salinn. Sjálfsöryggið var slíkt að heima á Íslandi þarf örugglega í Mývatnssveit til að finna samjöfnuð. Það dró rólega niður í græjunum og rétt þegar tónlistin fjaraði út byrjaði hann á léttum nótum og í nákvæmlega 45 mínútur beitti hann öllum afbrigðum sem MAC tölvur búa yfir til að miðla efninu um salinn.

Í morgun var svo fyrirlestur um álíka óspennandi efni - jarðfræði Danmerkur. Í hálfmyrkraðri skólastofu sátu 11 nemendur með glósubækur, ég tók ekki einu sinni upp fartölvuna mína. Ekki vottaði fyrir nútímanum í stofunni, en því meira var af gömlum kortaskápum, slidessýningavélum sem svo sannarlega ættu heima á tækniminjasöfnum og síðast en ekki síst, myndvörpum fyrir gömlu góður glærurnar. Svo kom kennarinn inn hægum skrefum, fullorðinn maður, grannur og lotinn í baki, gráhærður og fúlskeggjaður í hlýlegri peysu. Hvenær hann byrjaði fyrirlesturinn var ég aldrei alveg viss um, hann talaði lágt, ýmist við krítartöfluna, gólfið eða veggina. Svo dró hann hvern gamla myndvarpann af öðrum fram á gólf uns hann fann einn sem virkaði, ekki þó betur en svo að myndhausinn tolldi engan veginn uppi fyrr en helmingur glærunnar birtist á stofuloftinu. Það var svo sem í lagi, loftið er hvítt á litinn, maður þurfti bara aðeins að halla hausnum aftur. Glærurnar allar eldgamlar og snjáðar, svarthvítar, illa ljósritaðar upp úr bókum. Sumar með texta og töflum með letri sem var smærra en svo að nokkur gæti lesið.

En tíminn leið samt og ég veit ekki alveg hvor kennarinn er meira að mínu skapi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband