31.3.2007 | 17:10
Fallegur dagur - fleiri krúsir!
Rólegur dagur í gær, sýndum gestunum borgina og allra næsta nágrenni. Aðeins litið í búðir, einkum barnabarnafatabúðir og inn á mikilvægustu krárnar.
Í dag var haldið í mikla skoðunarferð. Byrjuðum á búðinni "Stof og stil" þar sem þær konur skoðuðu vefnaðarvöru og fleira í þeim dúr. Búðin er svo tilllitssöm að bjóða upp á karlahorn með dagblöðum og kaffi þannig að það má alveg lifa svona heimsóknir af. Næst var stoppað á risastóra ruslamarkaðnum í Låsby, og nú voru þær konur svo heppnar að finna mikið úrval krúsa og bauka og enn heppnari hvað afgreiðslumanninn varðar. Hann var greinilega allnokkuð hífaður og tók því ekkert eftir því að þær færðu fram og til baka lokin á krúsunum og völdu að lokum það sem best var útlítandi. En ég skil samt ekki enn þörfina fyrir allar þessar krúsir, flestar vörur nú til dags koma í vel brúklegum umbúðum.
Dvöldum svo um stund í Silkeborg, alltaf jafnfallegt að koma þar. Áfram var svo haldið og barist upp brekkurnar að toppi Himmelbjergets. Þar sátum við svo um stund í veðurblíðunni og nutum útsýnisins yfir vötnin.
Stoppuðum svo um stund í bæjunum Ry og Skanderborg. Allt saman bæir sem eiga það sameiginlegt með Silkeborg að liggja að vötnum sem gefur þeim skemmtilegt yfirbragð. Ókum loks í gegnum Odder, en þar á ég enn eftir að finna eitthvað fallegt þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir!
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.