Sinnepskaup á Sjálandi

Víkingaskipin í HróarskelduSóttum góða gesti til Kaupmannahafnar í gær. Gerður og Gylfi, vinir okkar úr Hveragerði, sem sagt mætt á svæðið og ætlum við helst að sýna þeim gjörvalla Danmörku á þremur dögum. Byrjuðum vel í gær, ókum beint til Hróarskeldu og eyddum þar löngum tíma í að skoða dómkirkjuna og víkingaskipasafnið. Þaðan héldum við norður á Sjællandsodde til að taka ferju til Jótlands. Komum undir kvöld til Ebeltoft og héldum beint á veitingastað sem er í eldgömlu húsi í miðbænum. Húsið er allt skakkt og sigið, engir veggir eða horn eins og maður á að venjast, og meira að segja gamla dótið á veggjunum hallar undir flatt. Okkur fannst eðlilegt að kaupa okkur danskan hversdagsmat við þessar aðstæður, hakkabuff með kartöflum og brúnni sósu. Rabarbarsultu fengum við ekki.

Það er ekki hægt að segja að þær konur séu kaupóðar, en ég myndi segja að þær væru "kaupskrítnar". Í smábænum Vig á Sjálandi ráku þær okkur karlana inn á næstu krá en fóru sjálfar til slátrarans - og keyptu stórar pakkningar af sinnepi! Ekki það að það vanti sinnep á heimilin, en það var bara í svo fallegum krukkum! Ég lýsi hér með eftir skilningi á svona hegðun kvenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil konurnar vel alltaf gaman að fallegum krukkum

Jóhanna Elín (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 08:07

2 identicon

Sendum knús á þau "gömlu" :) Gott að þau slaki pínu á fyrir páskahelgina...sem verður örugglega fjörug hjá þeim!

kv. Jóhanna Margrét & co

Jóhanna Margrét (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 09:52

3 identicon

Það er einmitt þetta sem kaupæði snýst um. Það skiptir ekki öllu máli hvað keypt er, heldur að upplifa kikkið sem fæst við það eitt að afhenda kortið og fá eitthvað í staðinn!! Svo er auðvitað bónus ef hluturinn er fallegur og brúklegur

Kristín List (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband