Fríblaðaflóðið

FríblöðinÍslendingar eru almennt vel þokkaðir hér í Danmörku. Þó spyrja margir hvaðan okkur komi peningar til kaupa á ýmsum fyrirtækjum og verslunum sem mörgum hér finnst sárt að hverfi úr eigu heimamanna. Verður mér þá fátt um svör.

Fyrir eitt er Íslendingum þó bölvað í sand og ösku, það er fyrir að hafa komið af stað "fríblaðavitleysunni". Daglega koma út 5 eða 6 blöð sem reynt er að koma á saklausa vegfarendur hvar sem er og hvenær sem er. Öll tapa blöðin gríðarlega á rekstrinum að því sagt er, en allir ætla að þrauka þar til Nyhedsavisen gefst upp, þá ætla allir að hætta með það sama.

Töluvert af blöðunum er borið í hús í stærstu bæjunum, en það hefur þó dregið úr því síðustu vikurnar. Blöðin liggja hins vegar í stórum haugum um allan bæ, á strætóstoppum, við verslanir og skóla. Þegar líður á daginn eru oftast enn stórir haugar, enda útgáfan langt umfram það sem markaðurinn getur tekið við.

Það þarf mikinn mannskap í að bera út blöð og sjá um blaðahaugana í bænum. Íbúðin á miðhæðinni í húsinu "okkar" hefur síðan fyrir áramót verið leigð undir pólska blaðbera. Er ekkert yfir því að klaga, en við höfum ekki getað talað neitt við þá vegna takmarkaðrar kunnáttu okkar í pólsku. Þeir bera út Jyllandsposten á nóttunni og eiga svo að koma fríblöðum út á daginn. Það gengur þó ekki betur en svo að kjallarinn í húsinu er að fyllast af "afgangs" blöðum, og nú er farið að flæða út eins og sést á myndinni. Því betur er okkar inngangur hinum megin í húsið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband