Skattur, sláttur og skemmtiferð

Sumarstörfin hafin í marslokSérkennileg verkefnin í dag. Fram að hádegi glímdum við dönsk skattayfirvöld, sem telja okkur fullskattskyld í landinu og verðum því að telja fram. Ekkert mál, skiluðum bara skýrslunni auðri og tómri, enda tekju- og eignalaus í Danmörku. En úr því við erum fullgildir skattþegnar töldum við við ættum þá þau réttindi sem því fylgja og fórum fram á barnabætur með "barninu" sem er að éta okkur út á gaddinn hér á heimilinu. Nú tóku málin að vandast, við ættum kannski "meira" heima á Íslandi, því þar ættum við hús, og svo værum við ekki hér í heilt ár. Eftir heilmiklar útskýringar á nú samt að skoða málið. Það skemmtilegasta við þetta er að allir sem við tölum við taka okkur svo vel og vilja allt fyrir okkur gera.

Eftir þessa törn fórum við í bíltúr út á Mols, þar er alltaf hægt að finna nýja staði að skoða og nýjar krár að heimsækja. Enduðum í Ebeltoft sem oftar, skoðuðum þar glerlistasafnið og fundum loks veitingahús sem við eigum örugglega eftir að heimsækja með einhverjum þeirra gesta sem hingað eru væntanlegir.

Við heimkomuna úr bíltúrnum var svo ekki lengur komist hjá því að hefja sumarstörfin í garðinum. Það verð ég að segja um grasið mitt heima á Íslandi að það er þó ekki að ergja mig með því að byrja að vaxa í mars!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki blái himinninn, græna grasið og stuttermabolurinn örugglega fótósjoppað? Nei mér var bara litið út um gluggann hér í Heiðarlundinum og litirnir hér eru eitthvað svo "döll" miðað við þessa á myndinni.

Ps. Pant koma með á veitingahúsið í Ebeltoft.

Kristín List (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband