24.3.2007 | 19:31
Út að ganga í góða veðrinu
Það er lengi hægt að skoða sig um í Árósum og næsta nágrenni. Í vorbíðunni í dag fórum við í bíltúr og litum fyrst á markaðinn í Brabrant hverfinu, en þar ráða Tyrkir og aðrir innflytjendur ríkjum.
Ókum svo niður að vötnum tveimur sem Árósaáin (sbr Bægisáráin og Miðhálsstaðahálsinn - Gunnar Frímannsson!) rennur um. Ákváðum í sameiningu að fara í gönguför upp með efra vatninu. Þegar við vorum komin alllangt fannst okkur (sérstaklega þó Gunnu) tilvalið að ganga bara í kringum vatnið og til baka eftir hinum bakkanum. Þetta gekk svo sem allt vel, en reyndist lengra en við höfðum reiknað með. Ég var svo heldur illa skóaður, hafði ekki reiknað með svona langri gönguför. Svo reyndust danskir skógastígar víða enn vera í vetrarbúningi eins og sést á myndinni. En nú var of seint að snúa við og eftir töluvert á annan tug kílómetra náðum við aftur í bílinn. Gunna blés ekki úr nös (a.m.k. ekki að mér sjáandi), en ég dróst sárfættur inn á bílastæðið þar sem hún gaf mér síðasta vatnssopann úr flösku sem hún hafði verið svo forsjál að taka með sér. Mikið var svo gott að eiga bjór í ísskápnum þegar heim kom. Stefnum á fleiri gönguferðir á næstunni, en ætlum að skipuleggja þær betur og taka bjórinn með í bakpokann!
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var nú heldur betra göngufærið hjá mér Ingvari, Dodda og nokkrum öðrum (28) sem gengum á skíðum gær frá Kröflu til Húsavíkur alls 53 km. Það var reyndar að byrja að vora í snjónum næst Húsavík en vetur uppfrá í 600 m hæð. Gangan, jú hún gekk bara vel, þeir fyrstu stjökuðu sér þetta á tæplega 3 kst, Doddi líklega skammt þar á eftir og svo Ingavar lítið lengur og ég ekkert voða mikið lengur, þetta var heldur stutt fyrir mig því ég náði þeim öllum í jarðböðunum.
Bestu kveðjur Doddi1
Þóroddur F. Þóroddsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 15:32
Sæl heiðurshjón og Bjarni
Hér er allt þurrt og þokkalegt enda búið að vera sunnan rok svo sólarhringum skiptir. Talsverður snjór ennþá í Vaðlaheiðinni en hverfandi á láglendi. Er á leið til Finnlands í næstu viku ásamt samstarfsfólki úr Stórutjarnaskóla og starfsfólki úr 3 skólum á Eyjafjarðarsvæðinu. Við ætlm að kynna okkur hið rómaða skólakerfi Finna. Við vonum að eitthvað verði farið að vora við Eystrasaltið.
Gaman að fylgjast með bardúsi ykkar í dejlige Danmark. Heyri að þeir félagarnir Helgi og Árni halda úti matarboðum hvor fyrir annann. (fæ stundum upphringingar vegna einhverra álitamála í matargerð)
Með kærri kveðju af Svalbarðsströnd
Inga Margrét
inga margrét (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 18:38
Blessuð og sæl. Datt inn á síðuna ykkar hjá Brynju í Örebro.
Gaman að sjá hvað ykkur líkar vel, og Gunna: Er þetta bara ekki yndislegt að vera þarna og kynnast nýju landi. Myndin af þér í skólanum minnir mig óneitanlega á tímana mína í sænskunni með "hinum útlendingunum" sem var mjög skemmtileg reynsla. Hafði það gott og kveðjur frá Akureyri og Bjarni handboltinn bíður þín með strákunum!
Kv Auður Dúa Akureyri.
Auður Dúa (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.