Ég og Zwartsenegger

Peter SmeichelSitjum tvö heima gömlu hjónin og horfum á sjónvarpið. Bjarni farinn á árshátíð skólans, jakkafataball, rauður dregill langt út á bílastæði, matarveisla og væntanlega stærri bjórdælur en á "venjulegum" skólaböllum.

Það er svo sem allt í lagi með sjónvarpið, Peter Smeichel sem orðin er ein helsta sjónvarpsstjarna Dana stjórnar vinsælum spurningaþætti þar sem einn þátttakandi reynir að slá út hundrað manna "panel". Þetta byrjar eins og í fleiri þáttum á léttum spurningum, eins og "hve margir eru Rip, Rap og Rup", en svo þyngjast spurningarnar og miklir peningar í boði.

Ég er nokkuð góður með mig og klikka varla á spurningu. En núna áðan varð ég þó að játa mig sigraðan - ásamt menntamálaráðherra dana. Við tveir vorum með fyrstu spurningu vitlausa, hinir 99 voru hana rétta. Ég er vildi bara að Elli væri hérna, ég er viss um að henn hefði fyllt flokkinn með okkur.

Og hver var spurningin? Sýndar voru þrjár misvitlausar setningar og spurt hver þeirra væri ekki höfð eftir Arnold Zwartsenegger! Hvernig má það vera að vera að menn geti í hundraðatali svarað svona vitleysu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hasta la vista, baby!

KLM (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband