21.3.2007 | 15:39
Eitt sinn kennari...
Datt aðeins í kennslugírinn í gær og dag. Þannig var að áður en ég flutti út sótti ég um styrk til Nordplus til að gerast sendikennari í Danmörku í eina viku. Það var samþykkt og fékk ég svolítinn styrk út á það að lofa að kenna mitt fag í nokkra daga í menntaskólum í Danmörku. Strax í nóvember stóð ég við hluta af samningnum og var í þrjá daga við landafræðistörf með menntaskólanum í Randers. Fólst starfið raunar í því að fara með þeim til Berlínar í námsferð, en það er sama hvaðan gott kemur.
Þessa dagana er ég hins vegar við landafræðikennslu í skólanum í Egå. Það reyndist ótrúlegt átak að koma sér af stað, ég var hreinlega stressaður fyrir gærdaginn. En þetta gekk svo eins og í sögu og þegar leið á daginn í dag var ég kominn á flug og hefði viljað hafa meiri tíma með nemendum. Þegar ég kvaddi heyrðist mér bæði nemendur og kennarar vera farnir að skipuleggja heimsókn til Íslands. Stundum skil ég ekki hvers vegna ég er ekki í einhversstaðar í sölumannsbransanum.
Á föstudaginn hef ég svo lofað að halda fyrirlestur um Íslands í bekknum hennar Gunnu í Málaskólanum. Þar hefur henni tekist að vekja svo mikla athygli á landinu að hún var beðin að koma með manninn sínn í tíma - svona "show and tell"...
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
... Sem sagt sýna manninn sinn
En það er gaman að heyra að vel gengur og þú átt eftir að fylla landið af útlendingum. Það er þessi sölumennska sem þú ræður ekkert við. En við förum í hríðarveðrið í Potsdam. Að vísu verður frost og snjókoma hjá þeim fram á föstudag skv. spá en dregur svo til sólskins og á 10 daga spánni endar þetta uppundir 20 gráðum.
Sverrir Páll Erlendsson, 21.3.2007 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.