Hvað er svo glatt...

VínsalinnEnn eru góðir dagar að baki, gærdagurinn byrjaði með léttu rölti um kunnuglegar slóðir í Brugge. Rakst þó í fyrsta sinn  þennan frábæra vínsala, sem tappaði á flöskur eftir óskum neytenda. Þarna kom m.a. gömul kona með rauðvínsflöskuna sína og fékk hana fyllta. Ég fór í viskítunnurnar! Í hádeginu borðuðum við með vinum okkur úr menntaskólanum - Luc og Giselu, Hilde, Dirk og Greet -  og báðu auðvitað allir að heilsa ykkur heima. Meira röltu um bæinn og svo frábær kvöldverður með Noel, Marinu, Paul og Mínu. Verst hvað þeir karlarnir eru báðir lélegir til heilsunnar.

Í dag fórum við svo með lestinni til Brussel og eyddum deginum þar. Afskaplega vanmetin borg borg með ímynd skriffinnsku Evrópusambandsins og NATO, en gamli bærinn er mjög fallegur og margt að sjá.

Á morgun ætlum við að leggja í hann um klukkan 9:00 og aka alla leið heim til Árósa með stuttum stoppum á leiðinni. Verður það örugglega fullt dagsverk að komast heim, milli 900 og 1000 km leið!

Enn og aftur, héðan biðja allir að heilsa öllum og stefna að frekari samskiptum við Íslendinga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband