Gærdagurinn - þriggja landa dagur

Stíflan miklaVorum fulllengi að að koma okkur af stað frá hótelinu í Varel. Koma þar til margt til, veðurblíða, en ekki síður að hótelstúlkan tók tífalda upphæð af kortinu mínu fyrir mistök sem tók langan tíma að leiðrétta. En af stað komumst við og ókum fyrst um blómlegar sveitir Fríslands - eru ekki allir staðir fallegir í vorblíðunni? Yfir til Hollands og nú voru hraðbrautirnar teknar í sátt aftur. Langt stopp á stíflunni miklu sem lokar Suðursjó frá Norðursjó og rifjuðum þar upp þegar við komum þar fyrir um 20 árum þegar við við vorum í heimsókn hjá Ólöfu og Ágeiri í Amsterdam. Stíflan er eitthvert magnaðasta mannvirki sem við höfum skoðað og má sjá hæðarmuninn á vatninu innan og utan stíflunnar á myndinni. Sólin skein og hitinn kominn yfir 15°og því erfitt að drífa sig áfram.

Þetta slór framan af degi gerði að verkum að nú varð að gefa allt í botn, því í Brugge beið okkar heimboð klukkan 18:00 hjá "Stubbunum". Hálftími fór í að villast hjá Amsterdam, en sem betur fer voru hvergi tafir á hraðbrautunum, ekki einu sinni hjá Antwerpen (en slíkt telst til tíðinda í Belgíu). Við nálguðumst þó Brugge um klukkan 17:00 og allt virtist í fína lagi, en þá lentum við löngum töfum við að komast inn í borgina, einkum vegna skipaumferðar á skurðunum og brúalyftinga henni tengdri. Svo þegar við komum inn í borgina reyndist gatan sem ég ætlaði að keyra inn í miðbæinn lokuð og ég fann ekki aðra leið. Þeir sem þekkja miðbæinn í Brugge vita hversu auðvelt er að rata þar um á bíl! Ég greip þá til bragðs sem hefur komið sér vel áður - fékk leigubíl til að aka á undan mér.

Eftir töluvert stress komum við heim til Önnu og Björns Stubbe um klukkan 18:30. Þar voru Paul og Mína komin og var okkur tekið sem þjóðhöfðingum, ekki síst af þeim Inne og Hannesi sem eru að verða hinir mestu Íslandsáhugamenn sem ég þekki. Sátum hjá þeim um stund en fórum svo á lítið veitingahús í smábæ rétt utan við Brugge. Þar mættu Luc de Clene og frú og áttum við afskaplega notalega kvöldstund saman. Mikið rætt um ferðir og ferðalög!

Stoppuðum svo smástund heima hjá "Stubbunum" á leiðinni heim á hótelið. Frábær dagur að baki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín M.

Það er of vægt að segja að ég sakni þeirra. Er til sterkara orð sem þýðir að sakna^2? Hugur minn er oft þarna úti. Ég get ekki beðið eftir að hitta Stubbana mína aftur. 

Ég á enn eftir að klífa eitt stykki Belfry líka. Ó ég skal!

Katrín M., 13.3.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband