Stefnan tekin á Niðurlönd

ValdemarBjarni fór eldsnemma í morgun í námsferð til Brussel. Þar verður hann með bekknum sínum í viku og verða heimsóttar allar helstu alþjóðastofnanir sem þar eru til húsa. Við gripum tækifærið og settum helstu nauðsynjar í bílinn og ókum sem leið lá suður eftir Jótlandi. Stoppuðum ekki fyrr en í Ribe, bæ sem kemur verulega á óvart, og er hreinlega einn fallegasti bær í Danmörku. Skoðuðum m.a. dómkirkjuna sem afskaplega sérkennileg og eins og menn hafi aldrei ákveðið hvernig hún ætti að líta út. Ég tók auðvitað töluvert af myndum, en ákvað að lokum að setja meðfylgjandi mynd á blogg dagsins.

Höfðum okkur af stað frá Ribe upp úr hádegi og ókum greiðlega suður fyrir landamæri og tókum ekki næstu pásu fyrr en í þýska bænum Husum. Það er bær sem einnig kom á óvart, sólin skein og veitingahúsin á hafnarbakkanum við gömlu skipasmíðastöðina full af fólki sem greinilega var að njóta fyrsta sólskinsdags vorsins.

Við þræddum svo sveitavegi suður ströndina og tókum loks ferjuna yfir Saxelfi (er það ekki annars íslenska heitið á Elbe?) til Glückstadt frekar en nota hraðbrautina um Hamborg. Þegar þarna var komið var tekið að kvölda og sólin að setjast. Við ákváðum að aka svo sem klukkutíma inn í kvöldið, en svo fór eins og ævinlega að eftir að hafa ekið fram hjá hverjum gististaðnum af öðrum þann klukkutímann, var eins jörðin hefði gleypt öll hótel þegar við ákváðum að fara að leita að gistingu.

Klukkan var því orðin 20:00 þegar við komum inn í smábæinn Varel skammt frá Wilhemshaven. Þar fundum við frábært hótel fyrir lítinn pening. Gestgjafinn tók okkur afskaplega vel enda greinilega ekki mikið að gera þessa dagana. Hann hafði útbúið og auglýst mikið kvöldverðarhlaðborð, en engir gestir komið. Frekar en það yrði allt ónýtt bauð hann okkur að borða af því fyrir pening sem ekki fengist pylsa fyrir á ferðalagi um Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hér sit ég, skelfilega illa sofin með kaffið mitt, á leið í skólann að vinna enn eitt verkefnið. Hélt að ég væri græn af öfund, en er að komast að því að hópa- og verkefnavinna fram eftir nóttu hefur þessi slæmu áhrif á útlitið... Allavega eru ekkert nema fallegar hugsanir sem fllögra þarna suðreftir til ykkar. Bið að heils á café Valdimar ég er rokin á café HA.

Helga Þyri (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 08:22

2 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Það er annað svona kaffihús hér í Eyjafjarðarsveitinni en það heitir reyndar Rein II

Valdimar Gunnarsson, 12.3.2007 kl. 14:40

3 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Vissulega skemmtilegt og tillitssamt af þeim þarna í Rípurhreppi að skíra þetta kaffihús í höfuðið á Valdimar einmitt á þessum tímamótum. 19. er sem sagt eftir helgina

Sverrir Páll Erlendsson, 15.3.2007 kl. 15:47

4 identicon

Þetta er rétt hjá þér með Saxelfi (die Elbe) meira að segja sama kyn!

kveðja Magga

Margrét K. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband