Gunna og grjónagrauturinn

Listaverk Ólafs ElíassonarGunna er í stífu námi í dönsku eins og fyrr hefur komið fram. Situr í málaskólanum frá klukkan 8:00 -11:30 virka daga og má svo hafa sig alla við í heimanáminu til að klára það nógu snemma til að geta eldað handa mér almennilegan kvöldmat. Skóli þessi er raunar miklu meira en bara hefðbundinn málaskóli, hann er rekinn af ríkinu og bænum fyrir innflytjendur og allt gert til þess að reyna að koma þeim í gegnum dönskunám og út á vinnumarkaðinn. Mikið er einnig lagt upp úr að kenna um landafræði Danmerkur og danska menningu. Er þetta allt svo gaman að Gunna ljómar eins smástelpa þegar hún kemur heim og tekur strætó möglunarlaust dag eftir dag.

Þessi vika hefur þó verið töluvert erfiðari en aðrar. Fyrst voru nemendur látnir velja sér þekktan, danskan einstakling og segja frá honum. Þar sem Ólafur Elíasson, einn af mörgum íslenskum "Dönum" var rétt búinn að vinna mikla samkeppni um listaverk á þak listasafnsins hér í Árósum valdi hún hann sem viðfangsefni og gerði nokkuð úr því að hann væri raunar Íslendingur sem Danir eignuðu sér. Var hún töluvert stressuð daginn fyrir þennan fyrirlestur, en náði þó að elda þokkalegan kvöldmat.

Í dag var hún svo í prófi sem sker úr um stöðu hennar í skólanum. Hún ætlaði raunar að hafa það eins og ég, að taka námið ekki of alvarlega, en fylltist svo ofurkappi að ná nú þessu prófi. Er skemmst af því að segja að hún var frekar óróleg í nótt og tuðaði milli svefns og vöku "når og da, morgen, morgens" og svo framvegis.

Nú var hún að koma heim og sagði allt hafa gengið vel, en það kæmi þó ekki endanlega í ljós fyrr en síðar.

En það var bara grjónagrautur í kvöldmat í gær...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Grjónagrautur er fyrirtaks matur. Það sagði Steingrímur Hermansson og í gær hálfsá ég eftir þvi að hafa gerst áskrifandi að föstudagsmatnum úr mötuneytinu (auðvitað kjúklingum) því Sigga IV var með grjónagraut og slátur fyrir hina.

En áfram í skólanum Gunna - så kan vi snakke dansk sammen når du kommer tilbage! 

Valdimar Gunnarsson, 10.3.2007 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband