Samviskubit

Danskir vetrarskórÉg fæ ekki oft samviskubit - en það vottar fyrir því núna í kvöld. Kem að því síðar í pistlinum.

Ég er byrjaður að vinna stórt lokaverkefni við háskólann. Er byrjaður að hanna og forrita spurningaleik í landafræði sem á að verða bæði skemmtilegur og fræðandi. Þýðir ekkert að ráðast á garðinn... Í þeim tilgangi að prófa frumgerð leiksins og afla hugmynda og gagna fór ég í skólann í Randers í morgun og fékk þar lánaðan hóp nemenda til þess að hjálpa mér. Þetta gekk allt vel og lítur vel út.

Fyrst ég þurfti á annað borð til Randers ákvað Gunna að koma með og eftir starfið í skólanum héldum við lengra norður í land, allt til Álaborgar. Stoppuðum þar í nokkra klukkutíma og gengum um götur bæjarins. Veðrið var þó til leiðinda, svolítil rigning, "frisk vind" og hiti rétt yfir frostmarki þannig að minna varð úr skoðunarferðinni en við ætluðum. Þó var aðeins litið á fornsölur og skóbúðir. Sýnir myndin dæmigerðan skófatnað Dana yfir veturinn, forljótt en afar praktiskt.

Þá er það samviskubitið. Eftir vinnulotuna með nemendunum í Randers vorum við Gunna boðuð á fund með þeim kennurum sem eru að fara til Íslands síðar í mánuðinum að heimsækja kollega sína í MA. Eftir nokkra umræðu um Ísland og útbúnað til fararinnar hófst umræðan um hvernig best væri að taka á móti þeim Unnari, Bjarna, Möggu og Stefáni þegar þau kæmu að endurgjalda heimsóknina.

Ég veit ekki hvort þið vitið hvernig ég verð þegar ég dett í einhverskonar "sölumannsgír" og verð svo trúverðugur að það er sama hvað ég segi, það er öllu trúað og allt tekið alvarlega. En það kom sem sagt upp sú hugmynd að fara með nefnda kennara í hjólatúr. Fann ég að það var verið að fiska eftir því hvort þau kynnu yfirhöfuð að hjóla. Það var þá sem ég hrökk í gírinn og lýsti kollegum mínum þannig að þau væru ýmist "mjög virk" eða "ofvirk" og þætti lítið mál að hjóla milli bæja, um íslensk fjöll á móti veðri og vindum. Danska flatneskjan yrði þeim lítið mál. Runnu nú tvær grímur á Danina (sem ekki höfðu hitt mig áður), en niðurstaðan varð að láta Íslendingana hjóla umhverfis Randersfjörðinn, en þau myndu aka trússbíl í humátt á eftir og kannski skiptast á að hjóla með!

Og nú er ég með smásamviskubit...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Sæmundsson

Mange tak, Jonas. Du er vidunderlig. Ég held reyndar að samviskan sé ekkert að plaga þig. Þú ert bara að hefna þín því þú hélst að ég væri að hæðast að þér um daginn og féllst í þá gryfju að taka mig alvarlega þegar ég hafði áhyggjur af því að þú hefðir of lítið að gera í náminu. En við kvörtum ekki heldur göngum inn í það prógramm sem Danirnir hafa upp á að bjóða. Sjálf erum við hér með fótbolta, sund, skíðaferð, Kaldbak, Súlur, Hverfjall, spinning og fleira gott í huga fyrir Danina.

Stefán Þór Sæmundsson, 6.3.2007 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband