4.3.2007 | 11:00
Guðsótti og góðir siðir
Þótt Egå sé löngu vaxið saman við Árósa heldur þó gamla þorpið sínum einkennum og sjarma - og þar er falleg gömul sveitakirkja. Dæmigerð dönsk kirkja, hvít með stórum turni með "tökkuðum" útlínum (fyrir tölvumenn er þetta eins og digital ljósmynd í snarvitlausri upplausn.)
Við höfum lengi verið með það á dagskrá að fara í sunnudagsmessu í kirkjuna okkar. Létum verða af því í dag, klæddum okkur upp og - hjóluðum til kirkju (verður varla danskara)! Messur byrja yfirleitt klukkan 11:00, en þegar við komum að kirkjunni var messu lokið, hafði byrjað klukkan 9:30. Var okkur tjá að sami prestur þjónaði tveimur kirkjum og messaði jafnan sama dag í báðum og því væri messa ýmist klukkan 9:30 eða 11:00. En okkur var vel tekið og boðið í messukaffið, sýnd kirkjan og boðin margfaldlega velkomin í söfnuðinn. Við munum örugglega gera aðra tilraun fyrr en síðar.
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eruð þið búin að skrá ykkur í guðfræðina?
Kristín List Malmberg (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.