3.3.2007 | 19:27
Grenaa og gamla konan
Dagurinn fór í það að skoða bæinn Grenaa, 50 km héðan frá Egå. Fórum fyrst í Kattegatcentret, stað sem óhætt er að mæla með ef menn eru á ferð um Jótland. Þetta er stórt sædýrasafn og er sérstaklega gaman að ganga um "neðansjávar" með stóra hákarla syndandi í kringum mann.
Gengum svo eftir ströndinni um stund, en héldum svo í miðbæinn. Þar er stór og falleg kirkja sem við skoðuðum. Kirkjuvörðurinn var þessi eldri kona og þegar við höfðum sýnt kirkjunni og gripunum áhuga um stund komst hún virkilega á flug og sýndi okkur og sagði frá ýmsu sem þarna er innanstokks. Rökræddum við altaristöflur og prédikunarstóla, kirkjubruna, skakkar flísar á gólfi og þar fram eftir nótunum. Þegar við reyndum að kveðja fyrsta sinni, dró hún okkur enn og aftur inn í hliðarherbergi og ganga kirkjunnar. Þetta var hin besta skemmtun, en við fengum á tilfinninguna að ekki hefði verið sérlega gestkvæmt upp á síðkastið!
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.