28.2.2007 | 21:39
Takk fyrir veturinn!
Í dag var síðasti vetrardagur samkvæmt dönsku tímatali. Á morgun byrjar vorið. Það kemur sem sagt ekki sumardagurinn fyrsti á eftir síðasta vetradegi. Fjölmiðlar gerðu upp veturinn í dag og kom engum á óvart að hann reyndist hinn hlýjast og blautasti síðan mælingar hófust fyrir hálfri annarri öld. Raunar held ég að vorið hafi byrjað í dag, a.m.k. hlýnaði verulega og snjórinn lætur hratt á sjá.
Óvenju rólegir daga hjá okkur, engin ferðalög, bara skólar og heimanám hjá okkur öllum. En þessi rólegheit munu ekki standa lengi, við erum á fullu að skipuleggja næstu ferðalög. Meira um það síðar.
Svo gerðist það í dag að ruslakarlarnir birtust í götunni. Var liðinn nákvæmlega mánuður síðan það gerðist síðast. Raunar ótrúlegt hvað maður var orðinn laginn við að gera lítið úr ruslinu og sagt er að þetta verkfall hafi kennt Dönum meira í flokkun sorps en allur áróður yfirvalda síðustu áratugi.
Svo viljum við bara þakka fyrir veturinn og segjum "Gleðilegt vor".
PS. þetta blogg er svolítið þvingað, ég hafði svo sem ekkert að segja. Ég vil bara ekki láta Stefán Þór halda að mér hafi sárnað fyrri athugasemd hans við síðustu skrifum!
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gledilegt vor, thad er víst ábyggilegt
krúsrús
Brynja
Brynja (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.