Flagð undir fögru skinni

Hjá AntoniSamgöngur í Danmörku eru heldur teknar að færast til betri vegar. Þó eru vegir enn víða lokaðir og skafrenningur til vandræða. Til að bæta svo gráu ofan á svart er nú tekið að rigna þó hitamælar sýni um einnar gráðu frost. Nú hleðst ísing á alla skapaða hluti, vegir sem búið var að skafa eru flughálir, raflínur slitna og þar fram eftir götunum.

Við hjónin fórum samt út að fá okkur ferskt loft eftir hádegið, heimsóttum m.a. borgarbókasafnið og dáðumst að því hvernig flökunarvél úr frystihúsi hefur verið breytt í bókamóttöku- og flokkunarvél. Verst er að ferlíkið er svo gríðarstórt að það tekur góðan hluta af húsnæði safnsins.

Gengum svo upp Vesturgötu að Sprogskólanum hennar Gunnu. Beint á móti skólanum er kráin með þessu fallega nafni. Gallinn er bara sá að þetta er mest skítabúlla sem við höfum fundið í borginni. Ég slysaðist einu sinni þarna inn á meðan ég beið eftir að Gunna kæmi úr skólanum og fékk mér kaffibolla innan um skítuga hunda og fyllibyttur. Á ekki eftir að leggja leið mína þangað aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Hér á landi eru sagðar enn skelfilegri fréttir frá Árósum. 

 Sjá:

http://www.visir.is/article/20070224/FRETTIR02/70224076

Valdimar Gunnarsson, 24.2.2007 kl. 20:44

2 identicon

Í sambandi við fréttina sem Valdimar vísar í þá lætur maður fjandakornið ekki liggja á neinu þaki 3-4 m snjólag, hvað sem öllum verkfræðingum líður. Þetta safnar í sig bleytu og þyngist. Danir hljóta að vera dummere end politiet tillader. Hins vegar er gleðilegt að sjá hvað Jónas er duglegur að blogga og raunar hef ég hann grunaðan um að hafa of lítið fyrir stafni í þessu námi sínu; hann er alltaf að skrifa, ferðast og lifa lífinu, bölvaður. Það væri nú ekki amalegt að komast í svona námsleyfi, hmm.

Stefán Þór (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 16:12

3 Smámynd: Stefán Þór Sæmundsson

Ég nenni ekki að vera alltaf óskráður og hef því gengið inn í hið sjálfhverfa samfélag Moggabloggara, aðeins til að geta komið fram undir nafni. Býst við að halda áfram á http://ss.hexia.net - Heyrðu annars, Jónas. Hannes Stubbe bað að heilsa í 4.A áðan, sem minnir mig á það, ætlið þið ekki að skreppa til Belgíu? Þú skilar þá kveðju til allra frá mér.

Stefán Þór Sæmundsson, 27.2.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband