Ekki batnar ástandið

Skóla aflýstÁstandið hér í Danmörku er lítið betra þennan morguninn en það var í gær. Það má þó komast um innanbæjar í Árósum og stærri bæjum. Ekki grunaði mig að ég ætti eftir að hafa not fyrir fjórhjóladrifið hér í landi, en mikið ósköp er notalegt að vita af því þessa dagana. Hraðbrautir er opnar að nafninu til, en útkeyrslur af þeim víða ófærar. Sveitavegir eru víðast ófærir enda hvasst og skafrenningur. Svo er þetta alveg öfugt við það sem við þekkjum heima á Íslandi, hér eru það fyrst og fremst vanbúnir vörubílar sem loka vegunum fyrir betur búnum smábílum.

Nánast allir skólar eru lokaðir í dag. Tilkynningin á myndinni vakti gleði á heimilinu i morgun (hvað er annars langt síðan MA var lokað i tvo daga vegna veðurs?). Ég keyrði Gunnu niður í bæ í Sprogskólann, þar var kennarinn kominn og einn nemandi. Þegar Gunna mætti var því talið messufært og verður þeim kennt eitthvað fram eftir morgni.

Ég braust svo krókaleiðir framhjá föstum vörubílum upp í Háskóla og sit nú og bíð spenntur eftir því hvort kennarar og nemendur mæti á í tíma á eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri nú allt í lagi að sjá svona tilkynningu annað veifið á heimasíðum menntastofnana á Akureyri. Síðan ég hóf kennslu þar í bæ haustið 1998 hefur aðeins einu sinni fallið niður kennsla vegna veðurs!!

Kristín List (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Æi já. Það er því miður trúlega óþarfi að búa til svona banner - jafnvel í Flash - því það er næsta vonlaust að maður fái tækifæri til að setja hann þvert yfir Vef MA. Líka notalegt að sjá hversu danskan er ástkær og ylhýr, God weekend.

Ég vona bara að þið njótið tíðarinnar við spil og prjónaskap, eins og þegar síðast snjóaði svo heitið geti svo frí varð í MA vegna snjóa og rafmagnsleysis. Ætli það hafi gerst síðan í janúar 1975. Held bara ekki. En: Góðan weekend til ykkar, eins og sagt verður á Íslandi eftir fáein ár. 

Sverrir Páll Erlendsson, 24.2.2007 kl. 10:07

3 identicon

Sæll Jónas, það er von að allt fari úr skorðum, svo sjaldan sem það kemur "almennileg" snjókoma í Danaveldi. Svona snjóaði einu sinni á meðan ég bjó þar, það var í febrúar 2002. Ætli það sé ekki nokkurn vegin tíðnin á svona löguðu, tvisvar sinnum á áratug?

 Bestu kveðjur, Baldur H. Benjamínsson (4A, 1994).

Baldur Helgi Benjamínsson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband