22.2.2007 | 15:40
Fullkomlega smekklaus þjófur
Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar ég fékk orðsendingu frá ræðismanni Íslands í Árósum í morgun. Hann bað mig að hafa samband við sig sem gerði auðvitað strax. Erindið vað þá að segja mér að honum hefði borist seðlaveski með mínum persónuskilríkjum. Þarna var komið veskið sem stolið var úr bílnum mínum um daginn.
Þegar götur bæjarins voru orðnar færar eftir hádegið fór ég og sótti veskið - og viti menn í því var allt sem þar átti að vera. Sérstaklega þótti mér vænt um að fá aftur ökuskírteinið mitt og þurfa ekki lengur að stóla á bráðabirgðapappíra frá Klöru og kó.
En okkur hjónum sárnaði þó verulega þegar við sáum að þjófsskepnan hafði ekki einu sinni tekið gömlu myndina af Gunnu sem ég hef gengið með í veskinu í um 30 ár!
Um bloggið
Árósar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara krúttleg mynd af mágsu minni!
Árni Lillebror (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.