Það munaði þá ekki um það...

Stórhlíð og ófærðDanir hafa verið hálfmiður sín í vetur vegna þess að það hefur varla fallið snjókorn. Það litla sem hefur komið hefur horfið aftur með það sama.

En í morgun var komið annað hljóð í strokkinn, hér hefur verið stórhrið síðan í gær, vegir víða um land gjörsamlega lokaðir, víðast vegna þess að illa búnir vörubílar sitja fastir og ruðningstæki komast hvergi. Núna voru að berast þær fréttir að hjálparsveitir séu að flytja fólk sem setið hefur í bílunum síðan í gærkvöldi á hraðbrautum á Jótlandi inn í nærliggjandi íþróttahús og félagsheimili.

Við vissum svo sem ekki hvað gera skyldi í fyrst í morgun, vorum ekki með stillt á rétta útvarpsstöð og fannst ekki svo slæmt að horfa út. Bjarni fagnaði þó fljótlega - rauður borði á vefsíðu skólans, skólanum aflýst í dag (og átti að byrja á tvöföldum stærðfræðitíma!). Við fórum út, mokuðum frá bílnum og ókum af stað. Þá runnu á okkur tvær grímur, snjórinn ótrúlega þungur og rétt að fjórhjóladrifið okkar dygði út götuna. Bílar fastir á götunum og svo framvegis. Svo fóru að berast tilkynningar um útvarpið að menn ættu að halda sig heima. Við snérum því bara heim í stofu og látum fara vel um okkur heima við um sinn.

Danir reyna þó að sjá skoplegu hliðarnar, enda hafa engir mannskaðar orðið. Það stóð þó tæpt þegar skólabíl valt í gærkvöldi rétt hjá Randers. Það skoplegasta í morgun er það "skraldemændene" aflýstu verkfallinu í gærkvöldi og mættu til vinnu í morgun. Þeir voru þá snarlega sendir heim aftur vegna veðurs! En snjórinn hylur sorphaugana í miðbænum og allt lítur fallega út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Ég held að myndin í næsta pistli á undan sýni ágætlega æfingar fyrir þá pósosjón sem heppilegust er í stórhríð. Fyrst er rétt að strauja, einkum ef svo lukkast til að er rafmagnslaust, en svo er bara að leggja sig við kertaljós

Sverrir Páll Erlendsson, 22.2.2007 kl. 09:48

2 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Ég ýtti of snemma á takkann, átti til dæmis eftir að leiðrétta pósisjónina og óska þess að einhvern tíma yrðu svona dýrðardagar hér heima, skólahaldi frestað vegna veðurs. Það hefur varla gerst síðan fyrir minni guðs.

Sverrir Páll Erlendsson, 22.2.2007 kl. 09:50

3 identicon

verd ad segja ad thessum osköpum fylgja notalegheit.  Akvedinn utilegufílingur.  Vid eyrarbrúarar erum föst á skáni, lesum, bordum nammi, spilum matador og njótum thess ad vera löglega löt og full vaerdar. 

Brynja (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árósar

Tónlistarspilari

Bamses Venner - Klip i mit kørekort

Höfundur

Jónas Helgason
Jónas Helgason
Myndir og pistlar frá Árósum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 098
  • 094
  • 090
  • 087
  • 086

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband